Sól sól skín á mig....
Það var nú aldeilis yndislegur dagur í Lundi í dag. Ég var á leikskólanum til tæplega fjögur og eftir það var ég úti að leika mér til kl. 7 hvorki meira né minna. Ég er búinn að finna mér sænskan vin sem býr hérna á fimmunni, sem er kannski ágætt því ég tala orðið bara sænsku hvort sem er. Mömmu minni er alveg hætt að lítast á blikuna. Hún heldur að ég verði fertugur og ennþá byrjandi á öllum setningum með orðinu 'men' (ísl. en).
Í kvöld bauð mamma nokkrum öðrum mömmum í heimsókn til að borða súkkulaðiköku og horfa á síðasta þáttinn í Desperate Housewives. Ég var nú orðinn heldur fúll yfir þessum endalausu mömmuboðum og vildi fá að halda krakkaboð og úr varð að ég fæ að halda eitt svoleiðis á fimmtudaginn. Þá ætlum við að bjóða upp á bíó og popp og (kannski smá) nammi. Þetta verður gaman og ég ætla að bjóða Katrínu, Valdísi, Leó, Freyju og Elvari. Auður og Vigdís verða ennþá í 'Spanien' þannig að þær komast því miður ekki.
Annars fórum við mamma í mat til Katrínar og Reynis í kvöld (sem oft áður) og fengum þar dýrindis mexíkóskan kjúkling. Eitthvað vorum við Leó þó lítið hrifnir af þessari fæðu og neituðum báðir að borða kjúklinginn. Ég fékk að komast upp með að borða bara 3 bita (en samt meira af hrísgrjónum, grænmeti og hvítlauksbrauði). Leó þurfti að borða heila 7 bita og mér fannst þetta nú heldur mikið og tók það því upp hjá sjálfum mér að ganga í hlutvert sáttasemjara. Þegar mamma hans Leós sagði 7 bita þá sagði ég 'Það er soldið mikið, hvað með 4 bita?'
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home