sunnudagur, apríl 02, 2006

(Sv)íslenska

Ég er að fara á kostum þessa dagana í sænskunni. Ég eiginlega tala bara sænsku, líka heima hjá mér. Núna til dæmis er sunnudagskvöld og ég er oooooooofurþreyttur eftir skemmtilegan dag að leik með Leó Erni. Við vorum eiginlega úti í allan dag því það var svo ofsalega gott of fallegt veður. Núna er ég þess vegna með einsdæmum viðskotaillur og fúll og það er ekki hægt að gera mér til geðs.
Mamma mín stakk upp á því að ég næði í sæng til að hafa hérna frammi í sófa og svo breiddi hún hana yfir mig. Ég var fljótur að stökkva undan henni
"Mamma, titta! jag sitter inte längre under den dumma sängen (mér finnst auðvitað lógískt að säng þýði sæng en ekki rúm) - vet du varför? För jag vill faktiskt inte ha det mysigt - det är bara för dumskallar!"
[Mamma, sjáðu! Ég sit ekki lengur undir þessari 'sæng', veistu af hverju? Því ég vil ekkert hafa það kósí - það er bara fyrir bjána]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home