laugardagur, apríl 01, 2006

Laugardagur til lukku

Þetta er nú búinn að vera frekar góður dagur. Byrjaði á kirkjuskólanum og þaðan fékk Katrín vinkona mín að koma með mér heim. Við lékum okkur voðalega vel og eina sem mamma heyrði var "älskling" þetta og "älskling" hitt. Obbosslega góðir vinir. Svo fórum við með mömmu niðrá videóleigu þar sem við fengum að velja okkur nammi og spólu. Næst fórum við svo í afmæli til hennar Valdísar, stóru systur hennar Katrínar. Hún var sko 7 ára hvorki meira né minna. Þetta var pizzupartý og Leó kom með mér í afmælið og heim úr því. Hann ætlar sko að sofa hjá mér í kvöld hann Leó.
Í dag var líka óskaplega gott veður og í fyrsta sinn sem ég fékk að fara út með derhúfu í stað vetrarhúfu - það fannst mömmu minni nú ekki leiðinleg tímamót.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home