mánudagur, apríl 03, 2006

1. apríl

Það er aðalsportið núna að 'gabba' mömmu mína. Til dæmis með því að segja "Mamma, sjáðu það er kónguló á veggnum" svo þegar mamma mín lítur upp hlæ ég ógurlega og segi "April, April din dumma sild, jag kan luras som jag vill" - þetta finnst mér óendanlega sniðugt og skellihlæ að sjálfum mér.
---- ---- ----
Það var annars síðasti dagurinn í íþróttaskólanum í dag. Nú er enginn meiri svoleiðis skóli fyrr en í haust. Ég spurði mömmu mína hvort að ég yrði þá hérna í Svíþjóð.
Mamma: Nei ástin mín, þá ætlar þú að vera hjá pabba og byrja í skóla á Íslandi
Egill Orri: já og þú ætlar að vera ennþá hérna að klára skólann og fara til Kína og svoleiðis.
Mamma: Já, ætlar þú þá ekki að sakna mömmu?
Egill Orri: Nei! - en ég skal alveg knúsa þig áður en ég fer

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home