mánudagur, apríl 10, 2006

Hótanir

Mamma mín er nú ekki hrifin af þessu nýjasta uppátæki mínu sem er að hóta öllu illu ef ég fæ ekki vilja mínum framgengt. Þetta eru að vísu ekki hótanir sem ég er mjög líklegur til að fylgja eftir en engu að síður er þetta leiðinlegur siður sem mamma mín vildi heldur vera án. Í gær var mamma mín eitthvað þreytt eftir eróbikk og lá uppi í rúmi og slakaði á. Ég vildi spila og þegar mamma mín neitaði varð ég reiður
Egill Orri: Mamma, ef þú spilar ekki við mig þá er ég ekki lengur litli drengurinn þinn. Ég fer bara til annars fólks sem á engan lítinn strák og þá verður þú jättaledsen.
Mamma: Egill maður á ekki að hóta svona og nei mamma nennir ekki að spila við þig núna ástin mín.
Egill Orri: Jú víst, [þegar hér var komið skrúfaði ég á mig bljúga og ljúfa svipinn og sagði] Mamma, ef þú spilar við mig þá fer ég ekki frá þér.
[hugs hugs]
Egill Orri: Jæja! hvað segirðu svo?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home