miðvikudagur, apríl 05, 2006

Reiður lítill strákur

Við mamma vorum soldið svona reið út í hvort annað í kvöld. Ég vildi fá að horfa á meiri barnatíma eftir að honum lauk og mamma mín varð pirruð yfir þessu rifrildi sem virðist ætla að eiga sér stað á hverju kvöldi eftir að Bolibompa lýkur (sem er hin sænska 'Stundin okkar'). Í kvöld var ég því sendur inn í herbergi og sagt að leika mér þar fram að bað- og háttatíma. Ég samþykkti með (miklum) semingi og þegar ég kom fram á gang þá hrópaði ég á mömmu mína "ég ætla bara að láta þig vita það að engum finnst þú neitt sérstaklega skemmtileg!". Mamma mín svaraði í sömu mynt "jæja góði, mömmu finnst þú nú ekkert sérstaklega skemmtilegur heldur þegar þú lætur svona". Það stóð ekki á svarinu "jú víst, ég er ógisslega skemmtilegur, það segja það allir".
Því næst varð smá þögn en svo heyrði mamma að ég tautaði við sjálfan mig:
"Hon säger att ingen tycker jag är jättekul men det sejer dom faktiskt. Dom sejer 'Heja Egil' - 'Heja Heja', det sejer dom faktiskt. Ingen tycker hon er rolig - Nej inte alls tycker dom det"

1 Comments:

Blogger Maja pæja said...

Ég er þegar búin að lesa þessa færslu fyrir 10 manns!!! ógisslega fyndið ha ha ha ha :o)

7:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home