föstudagur, mars 31, 2006

Lymskufullur og lævís

Í gær (sem endranær) vildi ég ómögulega fara að sofa í mínu rúmi. Mamma gerði þann samning við mig (af því hún var að skrifa ritgerð og hafði engan tíma til að rífast við mig) að ég mætti sofna á dýnunni sem var ennþá inni í herbergi síðan að Inga frænka var í heimsókn. Gott og vel. Ég skreið á dýnuna, fékk lesna fyrir mig bók og fór svo að sofa. Mamma hélt áfram að læra en þegar leið á nóttina langaði hana að knúsa strákinn sinn og fór til þess inn í herbergi. Þegar hún kom að dýnunni sá hún að ég lá (aldrei slíku vant) undir sænginni, að því er virtist á maganum með rassinn upp í loftið. Um það bil sem mamma mín hugsaði hvað hún ætti sætan sofandi strák lagðist hún hjá mér á dýnuna og ætlaði að knúsa mig smá. EN þá greip hún í tómt því þegar hún fletti burt sænginni var undir henni fótaskemillinn hennar með samanvöðluðu teppi og einum púða "fyrir haus". Mig fann mamma svo steinsofandi í hennar rúmi, hrjótandi, eldrjóðan í kinnum.
------
Maður er nú enginn asni!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home