sunnudagur, mars 19, 2006

Fyrsta flensan


og vonandi sú eina og síðasta. Það er voðalega vansæll lítill drengur sem situr hérna við hlið mömmu sinnar og segir fátt nema "ég vil fá afa og ömmu" eða "ég er veikur!" eða "má ég ekki bara fara heim til Íslands í dag?".
Búinn að tala við pabba minn tvisvar í dag og Matta bróður líka. Það bætir nú samt ekki ástandið mikið. Pabbi og Matti eru nefnilega að mála nýja húsið sem pabbi var að kaupa og við ætlum að búa saman í næsta vetur meðan mamma mín er í Kína og klára skólann. Ég tala soldið um það núna. Mamma heldur að mér finnist þetta allt svolítið spennandi.
Amma Gróa hringdi líka að spyrja um strákinn sinn, ég spilaði veikindaspilið meistaralega við alla og umlaði ofslega veiklulega "Ég er svooooo veikur". Ekki það að ég sé það ekki, er með 39,1 stigs hita við síðustu mælingu en mamma mín getur nú samt ekki annað en brosað út í annað yfir eymdarhlutverkinu sem ég er að spila. Þegar "litlir" strákar eru veikir eru þeir svooooo veikir.

3 Comments:

Blogger Maja pæja said...

Æ greyið litla sænska kjötbollan mín... vildi að ég gæti knúsað þig núna.. :*
ps. snemma beygist krókurinn as in karlmaður og veikindi!

11:27 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Egill minn. Ég veit sko alveg hvað menn geta orðið veikir þegar flensa herjar. Ég á nebbla 4 kalla. Láttu þér batna snúður.
Ása Björk

5:12 e.h.  
Blogger Sigrún said...

Takk fyrir kveðjurnar sætu konur. Ég er nú allur að hressast sem betur fer.
knús
Egill Orri

10:51 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home