laugardagur, mars 18, 2006

Snilligáfa

Í dag eftir kirkjuskóla fórum við mamma niðrí bæ. Vigdís vinkona mín fékk að koma með og við fórum á McDonald's. Ég hafði vælt út að taka kerruna mína með í bæinn þar sem ég er afspyrnu latur að labba (HEY! til hvers að labba ef maður getur látið keyra sig, þetta er nú bara heilbrigð skynsemi finnst mér) Nema hvað þegar við komum út úr strætó niðri á Botulfsplatsen og mamma ætlaði að taka í sundur kerruna þá vildi ekki betur til en að einhver ró eða skrúfa gaf sig og kerran fór öll í spað, varð óökufær. Ég var nú ekki ánægður með þetta og skammaði mömmu heil ósköp fyrir að skemma kerruna. Mamma sagðist bara vilja henda henni, hún kynni ekkert að gera við svona kerrur auk þess sem hún var orðin hálfleiðinleg til aksturs hvort sem var.
"Nei nei nei" hrópaði ég örvæntingarfullur. "Hann afi minn er alveg rosalegur snillingur og hann kann alveg að gera við svona kerrur"
Mamma mín sem er ekki rosalegur snillingur skildi hins vegar kerruna eftir niðrí bæ.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home