Litli veiki strákurinn
Ég er nú merkilega geðgóður miðað við hvað ég er búinn að vera ofboðslega slappur. Yfir 39 stiga hitinn er nú samt að falla hratt og í kvöld var ég ekki með nema nokkrar kommur en mamma ætlar að halda mér heima á morgun líka. Svona til öryggis. Mér finnst nú samt soldið erfitt að fá ekki að hitta vini mína. Útskýrði það fyrir ömmu Gróu í gær á þá leið að ég mætti ekki fara til Auðar og Vigdísar því að "minn sjúkdómur getur flogið í þær". Nokkuð góð lýsing fannst mömmu minni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home