miðvikudagur, mars 01, 2006

Dagur með ömmu

Í dag fékk ég að eiga frí í leikskólanum til að eyða deginum með henni ömmu minni. Það fannst mér nú aldeilis ekki leiðinlegt. Passaði nú að vera ekkert að vekja hana mömmu mína nema til að láta hana kveikja á Scooby Doo en skipaði henni svo aftur inn í mitt herbergi þar sem hún svaf á dýnu. "Mamma! Viltu ekki bara sofa soldið meira... HA?"
Nú svo fékk ég að fara með ömmu minni í mollið meðan mamma fór í skólann og þar fékk ég að fara á McDonald's (nema hvað?) og var hreint ótrúlega duglegur að túlka fyrir hana ömmu mína sem er takmörkuð í sænskunni.
Engin ferð í Nova Lund er fullkomnuð nema með smá skreppi í BR leikföng og þar fékk ég að velja mér fínan Lego-sjúkrabíl og eitthvað meira. Keypti líka gjöf handa bróður mínum sem amma ætlar að fara með heim til Íslands.
Núna er ég að bíða eftir að pabbi minn hringi í mig frá Bandaríkjunum og til að drepa tímann er ég að gæða mér á nýbökuðu kanilsnúðunum hennar mömmu minnar. Ekki slæmur díll það!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home