Giftingarhugleiðingar
'Mamma!' heyrðist frá mér við morgunverðarborðið í morgun. 'Mamma, hverjum viltu giftast?' spurði ég sakleysislega um leið og ég mokaði upp í mig Cheeriosinu. Það stóð soldið í mömmu minni en henni tókst að svara fyrir rest að hún hefði nú bara ekkert hugleitt það neitt mikið. 'Ætlarðu aldrei að giftast?' spurði ég þá. 'Ég bara veit það ekki ástin mín' svaraði mamma 'Mér finnst nú bara voðalega kósi að hafa okkur bara svona tvö saman' bætti hún svo við. 'Já' samþykkti ég sannfærður 'þú skalt ekkert vera að giftast elskan mín - bjakk giftast er bara fyrir bjána' bætti ég svo við og hélt áfram að borða Cheeriosið mitt.
2 Comments:
Ég man nú þá gömlu góðu daga þegar að þú baust þig fram sem manninn minn ;) Nú ætlarðu ábygglilega bara að verða maður einhverjar stelpu á leikskólanum ;) he he
Já já Egill og Birta eru búin að bindast tryggðaböndum - hún er sko orðin rúmlega 5 ára svo hann heldur sig samt greinilega í 'eldri' konunum.
Skrifa ummæli
<< Home