Pjakkastand
Þá er helgin búin og grámyglulegur mánudagur tekin við. Reyndar finnst mér það ekkert verra því mér finnst svo óskaplega gaman á leikskólanum mínum. Í dag fengum við meira að segja að fara í labbitúr út í Humlebo-backen og renna okkur á þoturössum. Ekki leiddist mér það nú mikið. Við Leó fórum sko þangað líka í gær með mömmu hans og pabba meðan mamma mín fór í eróbikk. Þannig að ég var sumsé í hálfgerðri pössun hjá Leó á meðan. Nema hvað við vorum fyrst smá stund inni að leika okkur og svo þegar við vorum að fara út þá vorum við klæddir fyrst og okkur leyft að leika okkur úti á meðan foreldrar hans Leós voru að klæða sig.
Hmmm þegar þau komu svo út vorum við búnir að troðfylla póstkassa nágrannans af snjó og vorum að gera okkur reiðubúna að taka til við næsta kassa. Soldnir grallarar sko þegar okkur dettur í hug að vera það.
Núna er sumsé mánudagskvöld og ég er aaaaaaaaaaaaaaaaalsæll að borða bjúgu sem mamma mín flutti með okkur frá Íslandi. Mömmu minni finnst bjúgu ekkert sérstaklega góð - eiginlega finnst henni þau bara vera svakalega vond. Þannig að hún áttaði sig á því skyndilega að hún kunni bara ekkert að gera hvíta sósu og hringdi þess vegna í ömmu Gróu og fékk smá leiðbeiningar. Tilraun eitt mistókst vægast sagt en tilraun tvö er ég að slafra í mig með bestu lyst í þessum rituðum orðum en það er greinilegt að mér finnast kartöflur ekki góðar, ekki einu sinni dulbúnar í hvítri dísætri sósu.
1 Comments:
eg er sko sammala mommu thinni, mer finnst bjugu ogedsleg og ekkert skarri med fullt af hvitri sosu og kartoflum.... skal bara borda kartoflurnar med smjori og gefa ther allt bjugad mitt Egill minn.
Skrifa ummæli
<< Home