Kröfuharður
Ég er svolítill harðstjóri það verður nú að segjast eins og er, svo á ég það til að vera frekar latur, neita að hjálpa mömmu minni þegar hún biður mig og svona. Í kvöld var frekar mikið að gera hjá okkur mömmu, samt aðallega mömmu minni. Hún var að elda, tala við Addý á MSN og skræla fyrir mig kiwi ávöxt. Þegar ég vildi svo að hún kæmi fram í stofu með ávaxtaskálina mína þá sagði hún mér að hún væri að elda og að hún gæti ekki gert allt í einu.
'En mamma, þú ert með tvær hendur!'
þannig að hvað er vandamálið?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home