laugardagur, október 15, 2005

Soldið sætt ...

þetta er frasi dagsins hjá okkur bræðrunum. Sagt um og við allt og alla í dag. "mamma! soldið sætt" þegar ég dró Matta í kerrunni sem við fengum lánaða í dýragarðinum í dag. "pabbi! soldið sætt" þegar við sáum mánaðargamla tígrisdýrsungana sleikja sólina í búrinu sínu.
Annars er sko margt búið drífa á daga mína síðast ég skrifaði síðast. Hæst ber auðvitað að pabbi minn og Matti bróðir komu loksins loksins til mín á fimmtudaginn. Ég fékk frí í leikskólanum til að fara með mömmu að taka á móti þeim. Við bræðurnir fögnuðum hvor öðrum ákaft og féllumst í faðma eins og gamlir kallar þegar við sáumst á Kastrup. Þegar við komum heim með lestinni fór mamma svo í skólann og ég var hjá pabba labba á meðan. Leiddist það ekki mikið. Föstudagurinn var rólegur, fórum í bæinn að sækja bílaleigubílinn og svo fengum við að fara á McDonald's. Nammi namm, mamma fór aftur í skólann og ég sýndi pabba og Matta hverfið á meðan.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home