Leikdagur
Ég er búinn að leika við Leó vin minn í allann heila dag. Ég fékk að spyrja eftir honum kl. 11 í morgun og ég kom heim kl. 20:30. Okkur mömmu var sko boðið í mat af Katrínu og Reyni og fengum dýrindis innbakað svínafilé. Ofsalega góður matur og mamma mín sem hafði ætlað að bjóða mér upp á eitthvað pastadrasl. Alvöru matur og ekkert bull. Ég borðaði sko fullt fullt. Takk fyrir okkur.
Í gær var ofsalega gott veður hérna í Lundi svo mamma og ég fórum niður í bæ að spóka okkur í sólinni (innsk. mamma; við vorum sko á pilsi og stuttbuxum). Ég fékk lördagsgodis og LÍKA að fara á McDonalds. Nammi namm, ekkert smá heppinn lítill gutti. Svo kíktum við í dótabúðina og keyptum græjur í nýja leikfangaleirinn sem mamma mín BJÓ til, algjör hetja hún mamma mín sko..... :-) En þegar ég kom heim í gær voru allir vinir mínir farnir eitthvað út með foreldrum sínum svo ég var nú ekki sáttur. Þvílík örlög að þurfa að hanga heima með móður sinni. Talaði þó við bæði ömmu Unni og pabba minn (sem er loksins að koma að heimsækja mig í næstu viku) svo það var nú soldið gaman.
En ég var nú ekki sáttur þegar mamma mín vildi ekki leyfa mér að horfa á Scooby Doo í milljónasta skipti og sagðist sjálf vilja horfa á sjónvarpið. Ég hélt nú ekki, sagði henni nú bara til syndanna. "Mamma; þetta er bara eins og þú segir sjálf, þegar einhver biður mann um eitthvað þá á maður bara að gera eins og maður er beðinn um, er það skilið? Og kveiktu nú á Scooby Doo fyrir mig!"
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home