Leiður lítill strákur
Ég er búinn að taka þessum flutningum og umróti alveg ótrúlega vel en það hlaut að koma að því að smá bakslag kæmi í seglin. Ég var ofsalega leiður í morgun og vildi ekki fara í leikskólann, sat bara í fanginu á mömmu minni og grét og grét. Hún varð að skilja við mig grátandi og fannst hún vera versta mamman í heiminum. Ég sakna pabba míns mjög mikið og tala stöðugt um hann og tel dagana þar til hann kemur að heimsækja mig. Þá ætla ég að sýna honum allt sem er skemmtilegt að gera hérna í Svíþjóð.
1 Comments:
Aaei, greyid litli strumpurinn. Svona er nu lifid erfitt. Eg held ad thetta se frabaert taekifaeri til ad aettleida Bruno...:-)
Skrifa ummæli
<< Home