miðvikudagur, september 28, 2005

Sænskan

Ég er orðinn voðalega duglegur að fara í leikskólann og er eiginlega alveg hættur að væla þegar mamma mín fer. Fóstrurnar segja að ég virðst skilja fullt í sænskunni en ég tala nú ekki mikið. Segist samt sjálfur vera farin að tala útlensku og nota frasann 'tack så mycket' (kærar þakkir)óspart enda er það svona það mesta sem ég segi, stundum segi ég líka 'var så god' (gjörðu svo vel). Uppáhaldsfóstran mín er Jennie en hún er hópstjórinn minn og ég sit við matarborðið hennar í hádeginu. Hún er ofsalega sæt með sítt ljóst hár og er alveg eins og prinsessa finnst mér. Svo er hún alltaf svo góð við mig.
En það var soldið fyndið í gær þegar við mamma vorum að fara heim og ég var að segja bless við hana Anniku sem vinnur líka á deildinni minni. Þá sagði ég 'bless og takk í dag' en mamma sem er alltaf að hvetja mig til að æfa sænskuna sagði mér að ég yrði að segja á sænsku takk í dag. Þá sagði ég 'á sænsku takk í dag'. Til hvers að vera að flækja málið?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home