mánudagur, október 03, 2005

Daglegt líf

Ég á að vera sofnaður inni í rúmi en mamma mín hefur lúmskan grun um að ég sé það nú ekki. Á von á því að heyra í litlum fótum koma tiplandi inn í stofu á hverri stundu. Ég nefnilega er kominn á eitthvað mótþróaskeið og harðneita að sofa í mínu rúmi. Finn upp alls konar afsakanir, drauga, ljóta kalla, skrímsli undir rúminu og svo framvegis. Það er nefnilega svo kósí að sofa í mömmu rúmi. Þegar þessar aðferðir duga ekki reyni ég að skjalla hana með yfirlýsingum um að hún sé 'beeeesta mamman í heiminum' nú eða þá lýsi yfir mikilli ást minni á henni. Þetta dugar nú stundum svo mér finnst auðvitað sjálfsagt að halda áfram að reyna.
Sænskan er nú að byrja aðeins að ryðja sér til rúms hjá mér og mamma mín hefur grun um að ég skilji nú bara orðið alveg slatta. Tilkynnti mömmu minni stoltur í dag að 'bajs' þýði sko kúkur á sænsku. Gagnlegar upplýsingar það.
Annars var mamma mín eitthvað að reyna að útskýra eitthvað fyrir mér áðan, (minnislausa konan man ekkert hvað það var) og spurði mig svo hvort ég skyldi hvað hún væri að tala um.
'Nei mamma ég skil það ekki, því ég er orðinn svo lítill'

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home