sunnudagur, október 02, 2005

Góð helgi

Ég er búinn að eiga alveg hreint frábæra helgi. Þá fyrstu sem við mamma vorum bara heima hjá okkur í langan tíma. Þetta var Leó-helgin mikla en við lékum okkur saman svo að segja alla helgina. Mamma mín trúir varla hvað við erum góðir saman, það bara heyrist ekki í okkur og við rífumst ekki einu sinni. Rosalega er ég heppinn að hafa eignast svona góðan vin.
Annars var mamma mín að klæða sig í kvöld eftir baðið og ég horfði á hana smástund og spurði svo:
"mamma, af hverju ertu með brjóst?"
"svo þú gætir fengið mjólk að drekka þegar þú varst lítill"
"en nú er ég orðinn stór!"
"en mamma eignast nú kannski einhvern tíma annað barn og þá þarf það líka að fá að borða, kannski litla systur eins og Tómas á"
"nei nei nei sko mamma, ég vil eignast leikbróður og hann á að heita (nema hvað) ... Leó"
Á morgun er svo leikskóli og íþróttaskóli seinni partinn. Þar get ég hamast og leikið mér með fullt af krökkum. Mamma mín er að reyna að vinna í því að vera duglegri að taka myndir af hversdagslífinu og því er um að gera að fylgjast með myndabankanum okkar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home