Bara tveir dagar...
...þangað til pabbi minn kemur loksins í heimsókn til mín. Ég er alveg ofsalega spenntur og er búin að vera að spyrja um hann í margar vikur. Matti bróðir fær líka að koma með sem er ekki síður spennandi. Ég er búinn að ákveða að Matti eigi að sofa með mér í mínu rúmi en pabbi eigi að sofa einn á dýnunni. Sé samt enga þörf til að taka til í herberginu mínu til að koma dýnunni fyrir. Skrítið.
Fór með bros á vör í leikskólann í dag, en ég hef farið grenjandi þangað síðustu 5 dagana eða svo. Ástæðan aðallega held ég sú að við fórum beint út að leika í sólinni í dag og ég sá Tómas vera kominn út að bíða eftir mér. Þetta var mikill léttir fyrir mömmu mína sem gat farið frá mér glöðum í bragði. Mamma mín er annars í mismiklu uppáhaldi hjá mér. Ég sagði henni nú í gær að hún væri uppáhalds mamma mín, besta mamma í heimi jafnvel en tók það jafnframt fram að þetta væri skilyrt við það að hún leyfði mér að gera það sem ég vildi, þegar hún bannaði mér að gera hluti þá væri hún ekki best. Did anyone say emotional blackmail?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home