föstudagur, maí 08, 2009

Nýr kennari

Ég er búinn að fá nýjan kennara sem heitir Edda Júlía. Hún er svolítið öðruvísi en flestir því að hún er bara með eina hendi. Hún fékk nefnilega krabbamein og það þurfti að taka af henni höndina. En það skiptir engu máli, hún er ekkert smá dugleg og yndislegur kennari.

Í gær vildi svo til að ég datt af hjólinu mínu og var illt í öxlinni eftir byltuna. Vegna þessa fylgdu mamma og Ragnheiður Gróa mér í skólann í morgun. Mamma vildi hitta Eddu Júlíu og útskýra hvað hafði gerst og láta vita að það mætti hringja í hana ef mér versnaði og vildi láta sækja mig.

Á leiðinni vorum við mamma að ræða þetta.

Egill Orri: Mamma, þú verður að vera heima ef Edda Júlía hringir í þig

Mamma: Hún hringir bara í gemsann og ég og pabbi komum og sækjum þig ef við erum einhvers staðar út í bæ

Egill Orri: En hún er ekki með gemsanúmerið þitt, bara heimasímann

Mamma: Ertu viss? Kristín var með gemsanúmerið mitt, hún hringdi oft í mig í gemsann.

Egill Orri: Já en Kristín er líka með tvær hendur, hún gat talað í símann OG skrifað niður númerið þitt, Edda Júlía er bara með eina hendi svo hún getur BARA talað í símann!

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Ja logikin alveg i lagi hja ther Egill minn..... Gott ad heyra ad thu ert med svona godan kennara og ad bekkurinn er ekkert ad lata thad a sig fa ad hun er bara med eina hendi.

11:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home