sunnudagur, apríl 05, 2009

Með hjartað á réttum stað

Þegar mamma kom að sækja mig í skólaselið á föstudaginn fékk hún að heyra að maður yrði að passa sig að taka öll fötin sín með sér úr skólanum þann daginn, annars yrðu þau gefin í Rauða Krossinn.

Egill Orri: Mamma! Ég ætla að skilja eitthvað eftir af því að mig langar svo að hjálpa Rauða Krossinum.

Þó mamma hafi nú ekki verið yfir sig hrifin af þeirri hugmynd þá fannst henni vissulega hugsunin falleg. Enda er Egill Orri oftast með hjartað á réttum stað.

****************

Annars var nú eiginlega hálfgerður sorgardagur í bekknum á föstudaginn þegar kennarinn okkar hún Kristín kvaddi en hún er að fara í fæðingarorlof. Bekkurinn færði henni blóm og bangsa handa litla stráknum hennar sem fer um það bil að koma í heiminn. Kristín fór nú bara hreinlega að gráta við þetta og þá opnuðust flóðgáttirnar hjá ýmsum litlum hjörtum í bekknum svo úr varð hálfgerður grátkór. Það kemur samt góð kona í staðinn, hún Edda Júlía og svo kemur Kristín aftur í fjórða bekk.

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

ja thu ert sko med hjartad a rettum stad Egill minn.

4:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home