miðvikudagur, apríl 30, 2008

Sumargjöfin

Við bræður fengum nýjan fótbolta og alvöru markmannshanska í sumargjöf. Voðalega ánægðir með það og ég fékk að fara með hvorttveggja í skólann á föstudaginn var.
Pabbi var búinn að segja mér að ég yrði að passa þetta vel og hann myndi alveg sturlast ef ég týndi þessu. Ég játti því.
Þegar ég var að fara út úr bílnum hjá mömmu um morguninn þá sagði mamma
"Þú manst hvað gerist ef þú týnir þessum nýja bolta og hönskunum?"
Egill Orri: Já já, þá þyrlast pabbi alveg....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home