miðvikudagur, apríl 09, 2008

Nýtt og endurbætt barn

Jemundur minn hvað hún móðir mín sannfærist hraðar með hverjum deginum að þetta 'múv' sé rétta 'múvið'.

Síðustu 3 daga hef ég:
Ekki í eitt skipti minnst á tölvuna eða að fá að fara í hana
Verið úti að leika mér í öllum veðrum
Ekkert suðað og vælt um að það sé 'ekkert að gera'
Vaaarla talað um að fá að fara til afa & ömmu (hey öllu má nú ofgera eins og þetta var orðið)

Síðustu 2 daga hef ég:
Labbað einn heim úr skólaselinu og beint 'heim' í Laxakvísl (þetta finnst mér GEÐVEIKT sport)
Klárað heimalærdóminn þegjandi og hljóðalaust
Farið að sofa og SOFNAÐ á mettíma án þess að það þurfi að halda í hendina á mér og/eða kvarta undan endalausri hræðslu við óskilgreindar ógnir alheimsins.

5 Comments:

Blogger Helga D. Möller Magnúsdóttir said...

Ég held að þetta sé það besta sem pabbi og mamma þín hafa ákveðið á þessu ári...Mig hlakkar ekkert smá til að koma sjá nýja heimilið okkar..Gott að heyra að þú ert svona HAPPY...

Sakna þín þinn bróðir
Matti skíðagarpur

7:36 e.h.  
Blogger Sigrún said...

Já og ég hlakka mikið til að fá þig suður og sýna þér allt. Fullt af skemmtilegum krökkum til að leika við.... :)

knús frá stóra bróður
Egill Orri

8:28 f.h.  
Blogger Inga Lara said...

thetta er bara svaka spennandi. Hvenaer flytjid thid svo inn?
Hlakka til ad sja ykkur i naestu vikur

9:24 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra hvað þú ert búinn að finna þig vel í Ártúnsholtinu Egill minn.
Amma hlakkar líka til að fara méð ykkur Matta á Árbæjarsafnið í sumar, kannski með nesti og hafa kósi þar á túninu
puss og kram
amma Unnur

9:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hva á ekki að skella sér með þá á Dillons?? "Hérna vann nú mamma þín einu sinni ummheee" ;)

11:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home