fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Litli geðvonskupúkinn

Stundum er ég alveg hreint með ólíkindum skapvondur. Eins og t.d. í morgun, ætlaði aldrei að komast á fætur enda hafði amma Gróa verið að passa mig í gær til að mamma kæmist í ræktina og þegar hún kom heim aftur kl. 21:30 þá var ég ENNÞÁ vakandi og var ekkert á því að sofna. Jafnvel ekki einu sinni þó ég fengi að lúlla í mömmu & pabba rúmi (pabbi var í Borgó hjá ömmu og afa út af stóra leyndarmálinu).
En það er reyndar þannig að ég er mjög fyndinn þegar ég er svona úrillur, þá getur mamma eiginlega ekki nema hlegið að vitleysunni og röksemdarleysunni í mér.
"Mamma, ég er svo þreyttur af því þú lést mig svo snemma að sofa"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home