laugardagur, janúar 06, 2007

Tiltekt

Í dag átti ég að taka til í herberginu mínu sem var vægast sagt í rúst. Bækur og bílar út um allt, föt og kubbar. Óumbúið rúm. Ég reyndi nú að malda í móinn yfir þessu en fékk þá að heyra að það yrði lítið um þrettándaflugelda á heimilinu ef ég ekki tæki til. Það var því lítið annað að gera en að hefjast handa. Ég var skotfljótur að þessu þegar upp var staðið en gæðin kannski eftir því. Þegar mamma fór að fara í skúffurnar mínar að leita að fötum fann hún nú ýmislegt lauslegt svosem parta úr bílabraut, skítuga boli og sápukúlubox. Svo þegar pabbi kom að athuga með tiltektina þá heyrðist í mér "er þetta ekki fínt hjá mér?" - "jú þetta er bara voða fínt ástin mín" svaraði pabbi. "Fæ ég þá einhver verðlaun fyrir þetta?" - "já nú færðu flugelda í kvöld" - "já ég var voða duglegur, allt sem ég fann ekki pláss fyrir henti ég bara undir rúm, HA pabbi!"
*************
Annars fór ég líka með mömmu minni í Húsgagnahöllina, þar fórum við Intersport þar sem ég var duglegur að opna inn í búningsklefa til mömmu meðan hún mátaði sundboli. Þar sem hún stóð á nærbuxunum og ég lá á gólfinu segi ég skyndilega "Mamma! Víst á Kertasníkir jólasveinn að snauta heim til sín í kvöld?" Þeir eru greinilega ekki eins vinsælir eftir að skógjöfinni lýkur blessaðir karlarnir

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

thetta er ekki god tiltekt! Kannski aetti bara ad henda thvi sem er ekki a sinum stad, tha fer nu fljott ad verda audveldara ad taka til....

1:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home