föstudagur, nóvember 17, 2006

Afmæli

Í dag á besta stelpan mín afmæli. Hún Maj-Britt. Ég er sko búinn að þekkja hana MajBritt frá því að ég var pínulítið fóstur og hef búið með henni í lengri tíma af mínu stutta lífi. Hún MajBritt mín er góð og falleg og ég er voða skotinn í henni. Hún hefur oft passað mig og finnur alltaf upp skemmtileg gæluyrði á mig. Einu sinni þegar MajBritt og ég vorum að spjalla um lífið og tilveruna kom upp sú staðreynd að -á þeim tímapunkti- ætti MajBritt engan mann. Mér sárnaði soldið og svaraði um hæl "en ég er maður".
Innilegar hamingjuóskir með daginn elsku MajBritt mín - hlakka til að sjá þig um jólin.

1 Comments:

Blogger Maja pæja said...

Elsku sæti tómaturinn minn.. ég elska þig obbosslega mikið og þú verður ALLTAF maðurinn minn :)

4:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home