föstudagur, september 15, 2006

Bleik brugðið

Á miðvikudaginn fórum við Leó besti vinur með mömmu minni út á Fäladstorg að versla smá í matinn. Þegar við komum að kassanum þá hlupum við Leó fram og skoðuðum alla tyggjókúlu-og-drasl-vélarnar sem komið er fyrir við útganginn. Mamma mín var ennþá í röðinni og beið eftir því að borga þegar hún heyrir mig skyndilega hrópa upp yfir mig. "Neeei, Leó ég ætla að ríða" með miklum áhersluþunga á síðasta orð setningarinnar. Aftur heyrðist svo í mér "Leó, komdu að ríða". Mamma mín, sem lætur sér nú fátt fyrir brjósti brenna svona vanalega var óneitanlega að velta því fyrir sér hvar ég hefði eiginlega heyrt þetta orð þegar hún sá að við Leó vorum búnir að príla upp á forláta rugguhest sem fyrir 5 kr SEK var tilbúin að láta "ríða"sér.
Mömmu var satt best að segja létt að geta enn um stund geymt samtalið um "the birds & the bees".

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home