fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Fyrsti í rútínu

Það var spenntur lítill strákur sem vaknaði hérna í Lundi í morgun, borðaði morgunmat (af mjög skornum skammti) og hjólaði svo í leikskólann þar sem Leó beið spenntur eftir mér. Eitthvað varð ég nú minni við að koma þangað inn og það tók þó nokkra stund að dekstra mig inn á deild þar sem allir vinirnir biðu eftir mér. Leó kom fram á gang og knúsaði mig og passaði voða vel upp á mig. Þetta tók nú allt saman litla stund og ég var sæll og glaður þegar mamma mín fór ca. 5 seinna. Ég var auðvitað í nýja "Ant Bully" bolnum mínum sem pabbi gaf mér áður en ég fór og gaf Leó annan eins. Við verðum langflottustu töffararnir á Nicke greinilega.
Annars fannst mér soldið skrítið að vakna hérna í Lundi í morgun, var eins og ég vissi ekki almennilega hvernig ég ætti mér að vera. Mamma vonar nú samt að það taki ekki langan tíma að aðlaga mig rólegheitunum hérna í Lundi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home