fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Óþekktarpésinn hann ég

Jæja jæja jæja það er nú heldur betur farið að sjást á mér og heyrast að ég er ekki í rútínunni minni. Tók litla kastið áðan niðrá Shell þegar ég fékk ekki franskar kartöflur eins og ég óskaði mér heitast. Lagðist í gólfið þar til mamma mín þurfti á endanum að lyfta mér upp, setja mig undir handlegginn og rogast með mig út. Henni var nú ekki skemmt kellingunni. Þegar við komum í bílinn upphófst skammarræðan

Mamma: Egill Orri, þetta bara gengur ekki svona hegðun. Þú færð ekki að fara aftur á Shell fyrr en þú getur hagað þér almennilega.
Egill Orri: Víst fæ ég það, með afa
Mamma: Nei þú færð það ekki og það er útrætt mál
Egill Orri: Þá bara hleyp ég inn í bílinn til afa þegar hann er að fara á Shell
Mamma: Nei það verða skýr skilaboð til afa að hann fari ekki með þig á Shell
Egill Orri: [fullum hálsi]Ég bara ríf skilaboðin!

Mamma mín heldur að það verði nú heldur en ekki viðbrigði fyrir mig þegar afi & amma hætta með Shell - hvað geri ég litli ég þá?

2 Comments:

Blogger Inga Lara said...

hmmm.... komin timi a ad fara aftur a leikskolann og rutinuna i Sverige.

7:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Egill. Mikið var gaman að hitta þig á menningarnótt. Mundir þú ekki örugglega eftir að láta mömmu hafa miðann sem ég gaf þér??
Hlakka til að hitta þig næst.
Kveðja
Ása Björk

12:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home