mánudagur, júlí 17, 2006

Ferðalangur

Jæja þá er ég nú heldur betur búinn að leggja land undir fót. Ekki bara er ég búinn að fara alla leiðina á Mývatn heldur gott betur en það og skellti mér alla leið á ... nema hvað... Egilsstaði. Gæti ekki passað betur. Mér fannst þetta nú alveg ofsalega merkilegt að heill staður skyldi heita eftir mér. Svo er líka til Egilshöll í Reykjavík - þetta er greinlega mjög merkilegt nafn sem mér var valið af foreldrum mínum.
Ég kom semsagt við á hótelinu hjá mömmu í gær og við fengum voða gott að borða þar áður en við héldum áfram ferðinni til Reykjavíkur. Ég var nú svosem ekkert endilega á því að fara með pabba enda farinn að sakna mömmu minnar soldið mikið. Svo fannst mér svo mikið sport að sitja frammi í lobbyi og tala við hana Sofie. Hún Sofie er nefnilega frá Svíþjóð og svo heppilega vill til að ég tala einmitt sænsku. Ég var mikið að segja henni frá því sem var að gerast í bókinni sem ég var að lesa og svona. Gott fyrir hana að fá svona nettan útdrátt úr 'Helgi skoðar heiminn' enda síklassískt verk þar á ferð.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er gott að geta viðhaldið sænskunni sinni á íslandinu. Hlökkum til að sjá þig aftur prakkari ;O)
-Katrín og co

11:46 e.h.  
Blogger Inga Lara said...

en thu heppin ad hafa Sopie. madur verdur ad halda tungumalakunnattunni.

10:29 f.h.  
Blogger Sigrún said...

Já ég hlakka nú sko til að sjá hann Leó minn aftur - við erum svo góðir í grallaraskapnum :)

9:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home