Laga- hvað?
Um daginn vorum við mamma á labbinu niðrí bæ og þar sem við gengum frá bóksafninu niður Winstrupsgatan áleiðis niðrí bæ þá benti ég á hús og sagði:
"Mamma! hvað er þetta?"
"Þetta er lagadeildin" svaraði mamma
"Löggudeildin?" hváði ég?
"Nei lagadeildin" endurtók móðir mín
"Og hvar gerir maður þar" vildi ég ólmur vita
"Maður lærir hvað má og hvað má ekki og hverjir eiga að fara í fangelsi" sagði mamma mín í tilraun til að útskýra þetta með tungumáli sem ég væri líklegur til að skilja
"En það gera jú löggur svo þetta er löggudeildin" sagði ég og varð ekki haggað.
Já já það er líka rétt að vera ekkert að gera þessum lögfræðingum neitt hærra undir höfði en ástæða er til :)
1 Comments:
ja einhver verður að sækja þessa blessuðu gangstera til saka og já verja þá líka... kannski að við ættum bara að snúa til fyrra kerfis og láta lögguna sjá um þetta allt, handtaka og dæma :) annars læra þeir víst smá lögfræði í lögregluskólanum :)
Skrifa ummæli
<< Home