þriðjudagur, apríl 04, 2006

Kynleg löngun

Stundum, en bara stundum, hefur mamma mín smá áhyggur af pælingunum sem ég orða upphátt. Í gær lágum við mamma eins og letihaugar uppi í sófa og skyndilega segi ég:
Egill Orri: Mamma, ég vil svo mikið vera stelpa
Mamma: HA! af hverju viltu það?
Egill Orri: Það er svo gaman að vera stelpa, det vil jag ochså vara
Mamma: Nei nei ástin mín, mamma er svo glöð að eiga svona fallegan strák eins og þig
Egill Orri: En Birta er stelpa, mig langar að vera eins og hún.
- er þetta nú ekki að taka ástina á einni manneskju aðeins of langt?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home