fimmtudagur, mars 02, 2006

Heimsóknin á enda

Mamma: Þú ert nú meiri lukkunnar pamfíllinn Egill Orri
Egill Orri: Ég er ekki fíll! ég er strákur
Ég fékk aftur frí í leikskólanum í dag og á eftir ætlum við mamma að fara með ömmu Gróu út á flugvöll því nú er heimsóknin á enda. Ég reyndar skil nú ekkert til hvers amma þarf nokkuð að vera að fara aftur heim til Íslands. Hún getur bara alveg búið hérna hjá okkur.
Pabbi minn hringdi í mig í gær og ég vildi þá bara allt í einu ekkert tala við hann. Var búinn að svara þrisvar í símann um kvöldið og hélt alltaf að þetta væri hann og var orðinn pínu kvekktur þegar til kom. Svo þegar mamma var að bursta í mér tennurnar spurði hún mig af hverju ég hefði ekki viljað tala við pabba og þá stóð ekki á svarinu "Æi ég var bara búinn að gleyma því að hann er besti pabbinn minn"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home