miðvikudagur, febrúar 01, 2006

(ástar)Sorg

Mikið óskaplega var ég sorgmæddur í dag. Málið var það að ég hafði fengið leyfi frá móður minni til að bjóða Birtu vinkonu minni í heimsókn eftir leikskóla. Þegar ég var svo sóttur fór ég niðrí þrjú-u að spyrja eftir Birtu sem þá vildi ekki koma í heimsókn. Ég kom heim grátandi - HÁGRÁTANDI - svo ekki sé meira sagt. Mamma mín reyndi að útskýra að hún gæti ekki stjórnað því hvort Birta kæmi í heimsókn, hún réði því sjálf en ég var ekki sáttur við þá skýringu. Stóð á stól úti í glugga og horfði niður í þrjú-u með heitri þrá 'En mamma, ég VIL fá Birtu í heimsókn, hún er svo fín og flott og svo er hún líka svo sæt og dásamleg'. Mamma mín fann nú soldið til með mér. Á endanum jafnaði ég mig þó og sit núna berassaður í sófanum og syng af mikilli innlifun James Blunt 'jor bjútefúl, jor bútefúl' og bíð eftir því að komast í bað.

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Aumingja Egill minn, vonandi er thetta bara "fall er farar heill" og allt thitt astarlif her eftir verdur a rosraudu skyi.

8:31 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home