fimmtudagur, janúar 12, 2006

Sagostunden ..... loksins

Það var nú ósköp glaður lítill snáði sem fékk LOKSINS að fara á leikskólann sinn í gærmorgun. Ég var svo spenntur að ég vaknaði fyrir kl. 7 og tilkynnti mömmu minni að ég væri að fara í leikskólann. Reyndar voru það pínulítil vonbrigði að Mathias, besti sænski vinur minn, var veikur svo hann var ekki á staðnum. En það kom ekki að sök, ég skemmti mér ofsalega vel með öllum hinum vinum mínum og ekki leiddist mér að sjá hana Jenny mína heldur.
Eftir leikskóla kom ég heim og fékk að horfa á Dýrin í Hálsaskógi meðan mamma mín eldaði matinn - mér finnast þau alveg hreint svaðalega skemmtileg og er að verða búinn að læra alla söngtextana utan að. Mömmu minni fannst fyndið að heyra mig öðru hverju reka upp innilega hláturroku og stóðst ekki mátið að taka sér pínu frí frá lestrinum og skríða upp í til mín og horfa með mér smá stund. 'Mamma!' sagði ég þá 'Við erum að hafa það mysigt' (ísl: notalegt)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

HÆ elsku besti Egill Orri :)

Gleðilegt´nýtt ár :)

Mikið hefði nú verið gaman að hitta þig í jólafríinu en vonandi getum við hist í sumar :) Við mamma mín munum búa í sveitinni (aka Bifröst) áfram þar sem mamma ætlar í ML ....hafðu það yndislegt þarna úti og ég bið að heilsa Emil í Kattholti ef þú hittir hann (er búin að biðja mömmu um að heimsækja Svíþjóð svo ég geti heimsótt hann - Emill er nýjast æðið) hehe...

bkv. úr sveitinni Guðrún Elfa

ps. Mamma mín biður alvega rosalega vel að heilsa mömmu þinni :) knús og kossar til ykkar beggja :)

1:24 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home