þriðjudagur, janúar 10, 2006

Heja Sverige

Jæja þá erum við mamma loksins komin aftur til Lundar eftir rúmlega þriggja vikna dvöl á Íslandi. Mér hefur verið rækilega og algjörlega spillt af ... tjaa öllum sem ég þekki nánast og háttatími og sælgætisbann er eitthvað sem mamma mín man óljóst eftir að hafa framfylgt í Svíþjóð fyrir jólin. Nú taka við harðari tímar enda heldur mamma mín að ég þrái nú soldið að komast í rútínuna mína aftur. Ég bað amk afar fallega um það í dag að fá að fara á Sagostunden og lagði mig allan fram við að rökstyðja mál mitt. Þegar það hvorki gekk né rak þá sagði ég í örvæntingafullri lokatilraun 'Mamma! viltu að ég biðji þig fallega?' - 'Er það það sem þú vilt?'
Það er ekkert verið að splæsa því sem ekki er þörf á!
Annars vil ég líka nota tækifærið og óska öllum sem kunna að fylgjast með mér hérna á netinu árs og friðar
Kær kveðja
Egill Orri

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Egill Orri
Gott að þú ert kominn heim heill á húfi. Amma og afi sakna þín en vita að þú kemur aftur fyrr en varir. Hafðu það gott með Leó og henni Jenný þinni á Sagostunden

7:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár Egill Orri, það var rosa gaman að fá að hitta þig fyrir jólin og skemmtileg myndin í jólakortinu
kveðja þinn vinur Tómas Helgi

12:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home