sunnudagur, janúar 15, 2006

Helgin á enda

og ég fæ að fara á leikskólann OG íþróttaskólann á morgun. Jibbí! Ég er búinn að suða um að fá að fara á leikskólann alla helgina sko. Sem er náttúrulega dásamlegt finnst mömmu minni, að mér finnist svona gaman að vera kominn aftur heim.
Það er nú samt búið að vera voðalegt brölt á mér í dag. Fór með mömmu og Siggu Dóru í Nova Lund í dag, nokkuð sem mér finnst nú ekki beint skemmtilegt og mamma mín VEIT það alveg. Byrjaði að suða um að fara heim mínútuna sem við stigum inn úr kuldanum. Þegar það gekk ekki byrjaði ég að suða um að fá að fara á McDonald's. Sigga Dóra sá aumur á mér eftir búð nr. 3 og bauð mér upp á Nuggets og franskar. Ég var frekar sáttur. Ekki spillti nú fyrir að mamma mín lék sér í Lego við mig í heila 3 klukkutíma þegar við komum heim og fékk nú heldur betur knús og ástarorð fyrir. Mér finnst nefnilega svo gaman í Lego. Mamma sagði mér meira að segja að hún vilji fara með mig í Legoland einhvern tíma þegar fer að hlýna og vora. Mamma mín fór sko þangað fyrir heilum 25 árum og fannst það alveg ofsalega gaman. Ég er nú soldið heppinn strákur að fá að gera svona margt skemmtilegt. :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home