föstudagur, desember 16, 2005

Bara einn dagur

Í gær var Leó vinur minn í heimsókn hjá mér. Hann var eiginlega í smá pössun því mamma hans og pabbi fóru í bíó. Okkur fannst það rosagaman. Sátum í náttfötunum okkar og átum vínber og horfðum á Stålmannen (e. superman) og svo fengum við að fara á náttfötunum niður í þvottahús með mömmu og við hlupum svoleiðis og hömuðumst að við vorum sveittir þegar við skrifum í mömmu minnar rúm og vorum steinsofnaðir á augabragði. En nú sé ég nú ekki Leó vin minn í nokkrar vikur því ég er að fara heim til Íslands á morgun. Talaði við ömmu Unni og afa Hjört í gær og ég held þau hlakki nú soldið til að sjá okkur mömmu. Við hlökkum líka voðalega til að sjá þau.
Annars var hann Pottaskefill nú eitthvað skrítin í gjafavali í morgun. Ég fékk svona sparibauk sem við nánari eftirgrennslan er óopnanlegur. Það er að segja eina leiðin til að ná væntanlegum sparnaði úr er með því að opna hann með dósaupptakara. Mamma mín var nú alveg hissa á þessu val sveinka og sagðist ætla að hringja í hann Askasleiki sem kemur í kvöld og biðja hann að gefa mér eitthvað aðeins nytsamlegra í skóinn í nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home