fimmtudagur, nóvember 10, 2005

ástarjátningar

Þegar mamma mín vekur mig um kl. 11 á kvöldin til að láta mig pissa þá er ég oft obbosslega syfjaður og ringlaður. Mömmu minni finnst sérstaklega gaman að mér þá því það koma oft ansi skemmtilegar yfirlýsingar út úr mér á þessum tíma. Oftar en ekki eru þetta ástarjátningar á mömmu minni (sem henni finnast auðvitað sérstaklega skemmtilegar). Eins og t.d. í gærkvöldi þegar við komum fram á bað þá sagði ég:
'mamma! Ég elska þig'
'ég elska þig líka Egill Orri'
'ég elska þig ofsalega mikið, ég elska þig, ég elska þig hmmm ég elska þig 5 kíló!'
það er nú bara alveg heilmikið finnst mömmu minni.

1 Comments:

Blogger Maja pæja said...

Thu ertu nu alveg yndislegur saeti minn :)

12:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home