sunnudagur, október 23, 2005

Sunnudagur til sælu


Ég fékk að leika við Leó vin minn í aaaaaaaaaaallan heila dag. Frá hádegi og fram yfir kl. 10 í kvöld. Mamma mín fór nefnilega með Maju sætu til Kaupmannahafnar og ég þurfti ekki að fara með. Heppinn!
Við fórum í hjólatúr, á róló, fengum að horfa á Lilo og Stitch og uppáhaldið mitt hann Scooby Doo. Mömmu minni finnst svo gaman að ræða málin við mig þegar ég er í svona góðu skapi eins og í dag. Það koma nú nokkrir yndislegir punktar frá mér í minni barnslegu einlægni.
Egill Orri: Mamma, ég fékk að horfa á Scooby Doo hjá Leó.
Mamma: Er það?
Egill Orri: Já, og veistu hvað? Það var múmía og hún elti Scooby Doo út um allt.
Mamma: Var Scooby Doo hræddur við múmíuna?
Egill Orri: Já, en hann hljóp svo hratt frá múmíunni, hann hljóp 5 metra en múmían hljóp 6 metra. 6 metrar eru miklu minna en 5 metrar.
Mamma: Nei er það? 5 metrar eru minna en 6 metrar.
Egill Orri: Já nei sko ég meinti, Scooby Doo hljóp sko 5 kíló, það er rosalangt.
Þegar pabbi var í heimsókn fékk ég flottan Bangsímon búning og ég fékk að fara í honum til Leós í dag. Þetta fannst mér ofsalega fyndið.
'Mamma, Leó heldur að Egill Orri sé að koma í heimsókn en svo er það bara Bangsímon' svo hló ég ógurlega. Leó finnst líka ofsalega gaman að fara í svona búninga og hérna erum við að horfa á videó inni í herbergi um daginn. Soldið sætt... ?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home