mánudagur, október 24, 2005

Ferð á bókasafnið

Ég fór á bókasafnið með leikskólanum mínum í dag. Mér finnst ofsalega gaman á bókasöfnum og Cissi sagði mömmu að ég hefði verið MJÖG duglegur að koma með bækur sem mér fannst nauðsynlegt að við fengjum lánaðar. Ég sagði henni að vísu líka frá því sjálfur í kvöld þegar ég var kominn á koddann og var að segja henni frá deginum mínum. "Mamma! Ég fór á bókasafnið með leikskólanum og viti menn, ég tók Nickve Nyfiken þar sem hann er að þvo glugga." Hún er rosalega skemmtileg.
Fór annars svo í íþróttaskólann í dag og hljóp þar og hamaðist með vinum mínum. Harðneitaði að fara með mömmu minni í búðina og át þess vegna hrærð egg í kvöldmatinn. Ég fékk sjálfur að brjóta eggin í skálina og fannst ég nú nokkuð mikill kokkur.
Mamma mín er búin að gefast upp á skynsamlegu uppeldi og leyfir mér núna að sofa eiginlega á hverju kvöldi í hennar rúmi. Það finnst mér líka langbest!

2 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Og hvar eru allar nyju myndirnar?

9:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

æi þær eru alltaf á leiðinni...

10:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home