föstudagur, júní 10, 2005

Sumarfrí

Við mamma mín erum komin í langþráð sumarfrí. Það er að segja aðallega langþráð fyrir mömmum mína þó mér finnist svosem ekkert verra að vera hættur á leikskólanum. Svo styttist líka í afmælið mitt og mig rennir í grun að þá fái ég jafnvel einhverja pakka. Ég er búin að ákveða að það verði Superman kaka í afmælinu en þetta er samt hálfgert leyndó ennþá svo þið megið ekki segja neinum frá.

Ég er semsagt fluttur í Háagerði 57 full-time og mér finnst það bara ágætt. Ég get þá alltaf farið til Bjarka vinar míns sem á heima í nr. 14 og er bara réééétt hjá okkar húsi. Saman förum við svo út á róló og leikum okkur. Það er ekki sem verst þetta Reykjavíkurlíf.

Mamma mín er annars tekin upp á einhverju líkamsræktaræði og fer í Hreyfingu á hverjum degi, hún er að vísu líka rétt hjá Háagerðinu svo þetta er nú allt voðalega þægilegt. Svona er H57 (aka Háagerði 57) skemmtilega staðsett með tilliti til þarfa okkar mömmu.

Ég held áfram að eiga mína gullmola og núna í júní hafa nú þó nokkrir dottið, eftir því sem mamma mín man best þá eru þetta þeir helstu.

Maj-Britt: Bless bless Egill Orri
Egill Orri: Hvert ertu að fara?
Maj-Britt: Í vinnuna mína
Egill Orri: í KB-banka? (segið svo að ég fylgist ekki með markaðnum)

Egill Orri: Mamma, einu sinni var ég í bumbunni þinni
Mamma: Já ástin mín, alveg rétt
Egill Orri: Mamma, mér fannst ekkert gaman í bumbunni
Mamma: Nú? Af hverju ekki?
Egill Orri: Það var ekkert dót þar

Heyrt á ferð í Ártúnsbrekkunni
Egill Orri: Mamma, hvað var þetta stóra, bláa grunsamlega tæki sem við sáum? (sumsé örvaskilti sem var til að segja okkur að skipta um akrein)


Í bílnum
Mamma: Hvað varstu að segja ástin mín?
Egill Orri: Ég var bara eitthvað að tauta að mig langaði á McDonalds

Á þriðjudaginn í síðustu viku þá vorum við mamma að hugsa um að heimsækja Villa afa á verkstæðið en þegar við komum á staðinn var bíllinn hans hvergi sjáanlegur. Mamma hélt að afi hefði ekki farið í vinnuna en ég var hins vegar á því að sennilega hefði hann bara labbað í vinnuna og skilið bílinn eftir heima. Eitthvað fannst mömmu minni þetta ótrúleg atburðarás og benti á að það væri nú heldur langt að labba alla leiðina ofan úr Hraunbæ og niður á verkstæði.

'hann Villi afi getur nú alveg labbað langt, hafðu engar áhyggjur mamma' heyrðist þá í mér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home