þriðjudagur, apríl 12, 2005

Læknisheimsókn

Jæja snemma beygist krókurinn. Í dag þurfti ég að fara til læknis vegna þess að ég var með svo ofsalega ljótan hósta í alla nótt. Mamma pantaði tíma fyrir mig og ég stóð á því fastar en fótunum að þetta ætti að vera stelpulæknir. Enga miðaldra kalla fyrir mig takk fyrir.
Við fengum tíma hjá henni Lindu í Borgarnesi og hún var rosalega góð við mig. Ég fékk að hlusta á hjartsláttinn minn með hlustunartækinu hennar og fannst það nú svolítið sniðugt. Ég linnti heldur ekki látunum fyrr en ég fékk að mæla í mér blóðþrýstingin sem hún sagði að væri rosalega fínn hjá mér. Ég var nú nokkuð stoltu af því. En niðurstaða skoðunarinnar var ekki alveg jafn ánægjuleg þar sem ég var greindur með astma og mamma mín þarf að gefa mér púst tvisvar á dag hér eftir. Vonandi samt að þetta lagist með aldrinum. Ég virtist að vísu ekki taka þetta neitt sérstaklega nærri mér enda hef ég ekki ennþá séð apparatið sem mamma mín fékk í apótekinu til að gefa mér meðalið. Það verður spennandi að sjá hvaða viðbrögð það vekur.
Núna er ég í Hamravík 2 hjá ömmu og afa sem eru komin heim frá London og gáfu mér að sjálfsögðu pakka (ég hélt því að vísu fram að það hefði verið eina erindi þeirra til London yfirhöfuð, að kaupa handa mér pakka). Í honum var legobíll og skemmtileg bók um eigingjarnan krókódíl. Í kvöld ætlar afi Hjörtur svo að passa mig á meðan að mamma mín skreppur í saumaklúbb.
'Ég elska mömmu af öllu hjarta' er án efa setning dagsins. Er ég ekki yndislegur?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home