sunnudagur, apríl 10, 2005

Reykjavíkurhelgi

Jæja nú er sunnudagskvöld kl 8 og ég er steinsofnaður inni í rúmi heima hjá Unni ömmu minni í Hamravík. Ég er nú búinn að gera heilmargt um helgina. Fór til Reykjavíkur og allt.

Dauðinn er mér mjög hugleikinn þessa dagana og tengist það án efa þeirri staðreynd að hann langafi minn dó nýlega. Í dag fórum við mamma mín á kaffihús með henni Ásdísi og þar sagði ég hátt og snjallt "hvað þýðir Guð?" við þessu átti móðir mín ekki mikil svör en sagði engu að síður að það væri erfitt að segja því það þýddi svo mismunandi í huga mismunandi fólks. "En hvenær deyjum við?" kom þá. ÚFF hvernig átti mamma nú að svara þessu án þess að ljúga of miklu. "Ekki í langan tíma ástin mín" var svarið. Sem betur fer gerði ég mig ánægðan með það þar sem fólkið á kaffihúsinu var farið að fylgjast með af athygli eflaust spennt að heyra hvernig móðir mín myndi svara drengnum sínum.

Við fórum í Mjóddina í dag til að fara í bíóið sem pabbi minn er að fara að vinna í. Ég fékk að velja myndina og valdi að fara aftur á Bangsímon og Fríllinn. Ég var mjög þægur í bíóinu og fékk popp og trópí. Þegar við vorum að labba út í bíl þurfti ég að kúka og þá kom mjög athyglisverð spurning "Mamma! af hverju kúkaði ég bara upp á bak þegar ég var lítill?" Já þetta er sannarlega góð spurning sem móðir mín svaraði á þá leið að ég hefði ekki kunnað annað því ég hefði verið of lítill til að kunna að nota klósett, ég hefði bara getað dottið ofan í það. "Og sturtast út í sjó?" spurði ég þá. "" svaraði mamma og bætti við að þá hefði hún nú orðið leið. Mér fannst þessi umræða augljóslega ekki tæmd og spurði af hverju ég hefði orðið leið. Mamma svaraði því að hún hefði orðið svo leið vegna þess að hún elskaði mig meira en nokkuð annað og að þá hefði hún ekki átt neinn lítinn strák. "" sagði ég hugsi, "þá hefðirðu bara átt eina Ásdísi og eina Maj-Britt!" svo lét ég lokið þessari annars áhugaverðu umræðu.

Aðrir gullmolar sem féllu um helgina
Egill Orri: Mamma af hverju er þessi kona svona leið?
Mamma: Hvaða kona?
Egill Orri: Sem er að syngja þetta lag [innskot; sem var í útvarpinu]
Mamma: Ég veit það ekki ástin mín
Egill Orri: Á hún engan kall?
Mamma: Ég veit það ekki ástin mín, það er nú kannski ekki heldur ástæða til að vera leið
Egill Orri: Datt hann kannski ofan í kjallarann?

Mamma: Egill Orri! Ertu svangur?
Egill Orri: Nei nei, ég er Spider-Man

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home