Gullmolar
Mamma mín reynir að öllu jöfnu að skrifa hjá sér þegar mér ratast eitthvað á munn sem tæplega 4 ára börn segja kannski ekki endilega. Það er samt af frekar miklu að taka og ekki allt sem kemst fyrir í slæmu minni minnar elskulegu móður. Eftirfarandi átti sér þó stað á leiðinni í leikskólann í morgun.
Egill Orri: Mamma! hvaða lykt er þetta?
Mamma: Þetta er svona þrifalykt, það er verið að þrífa hérna
Egill Orri: Hver er að þrífa?
Mamma: Kannski Margrét eða Ebba
Egill Orri: Já það er aldrei að vita!
Annars er ég ótrúlega flinkur að fá móður mína til að gera hluti sem hún eiginlega nennir ekki. Til dæmis í morgun þegar ég vildi að hún myndi lesa fyrir mig. Hún sagðist nú ekki hafa tíma til þess því við værum að verða sein í leikskólann. Þá hallaði ég undir flatt, horfði á hana bænaraugum og sagði 'Mamma, geeeeeerðu það, bara ennnnnnu sinni'. Hún mamma mín stenst eiginlega aldrei þennan svip eða þessa setningu.....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home