mánudagur, maí 23, 2005

Óþekktarpjakkur

Mikið ofboðslega er hún mamma mín orðin þreytt á mér þessa dagana. Hún bókstaflega skilur ekki hvað er hlaupið í strákinn sinn. Ég er nefnilega tekinn upp á því að vera alveg ótrúlega óþekkur. Segi henni svo bara að þegja og slæ hana ef hún skammar mig. Eiginlega veit mamma ekki sitt rjúkandi ráð, hún er bara orðin uppgefin. Þegar þessi orð eru rituð þá er ég grenjandi inni í rúmi vegna þess að ég var sendur í háttinn án þess að lesið væri fyrir mig. Ástæðan? Ég sló mömmu mína þegar hún tók mig úr nammiskápnum hjá ömmu Unni þar sem ég var að reyna að næla mér í tyggjó.
Það sem verra er þá er ég líka orðin ótrúlega hortugur, kann bókstaflega ekkert að skammast mín og held að það sé í góðu lagi að skemma / stela / skíta út bara svo lengi sem mamma mín sér ekki til mín. Hvað á mamma eiginlega að gera við svona strák?
Til að gæta allrar sanngirni þá grunar mömmu nú svosem að flutningarnir af Bifröst og yfirvofandi flutningar til Svíþjóðar spili nú stóra rullu. Vonandi að ég komist í betra jafnvægi þegar mamma mín kemst loksins í langþráð sumarfrí og við getum farið að vera saman að gera eitthvað skemmtilegt, vonandi í góðu veðri. Svo förum við saman til Boston í júlí í frí og þá verður nú heldur en ekki gaman.
Þó ég sé hortugur þá á ég nú svosem mína spretti í fyndninni. Um daginn var ég (oftar sem áður) dreginn í Húsasmiðjuna með mömmu minni. Ég nennti því alls ekki og langaði mun frekar að fara í bíó en í búðir og reyndi allt hvað ég gat að sannfæra móður mína um að Húsasmiðjan væri ekki búð. "jú ástin mín, hún er víst búð" sagði mamma þá. "Mamma! hún er ekki búð, skilurðu ekki mælt mál?"

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Hvad er ad gerast med uppeldid a thessum dreng.... hann sem var svoddan engil....

12:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home