föstudagur, maí 30, 2008

Að hugsa eins og hagfræðingur

Þetta heldur hún móðir mín að hún sé loksins búin að hafa það af að kenna mér. Þegar við vorum í Flatey um síðustu helgi var ég ekki búinn að vera nema ca. 15 mínútur í eynni þegar ég var búinn að bleyta bæði skó og sokka. Mamma greip mig þar sem ég var kominn úr hvoru tveggja og hljóp um í bleytunni berfættur. Hún var nú ekki ánægð með það kellingin og dró mig inn í hús að finna á mig þurra sokka og setja mig í stígvélin.
Mamma: Egill Orri! Hvar eru sokkarnir sem þú varst í?
Egill Orri: (yppti öxlum) Ég veit það ekki!
Mamma: Egill Orri, gengurðu svona um hlutina þína. Ekki nóg með að þú sért búinn að bleyta þig allann heldur skilurðu bara eftir sokkana úti á víðavangi. Farðu út og finndu þessa sokka. Annars verð ég endanlega brjáluð.
Egill Orri: (leit út í hryssingslega veðrið, leit svo á mömmu sína og sagði) En mamma, hvað verðurðu lengi reið?
(Maður er nú enginn asni og er ekki að leggja á sig of mikla óþarfa vinnu ef hún verður kannski bara stutt reið)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst þetta frekar í líkingu við að hugsa eins og karlmaður... við Hildur mágkona vorum immit að tala um þetta í sambandi við bræðurna sem að við erum í slagtogi við. Þeir tékka iðulega á því hversu lengi við ætlum eiginlega að vera í fýlu!! ;o

7:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home