föstudagur, nóvember 16, 2007

veðurraunir

Í morgun var mamma mín að reyna að koma mér í stígvél og pollagalla.. af hverju? Jú það var nefnilega rigning.
Egill Orri: Mamma! Það er ekki rigning úti, þú veist það ekki
Mamma: Egill minn, þú heyrir það bara að rigningin dynur á þakinu
Egill Orri: Má ég bara gá út (opnar út og sér úrhellið) - nei þetta eru bara dropar af þakinu
Mamma: En þú sást veðurfréttirnar í gær, það átti að vera pollagallaveður í dag
Egill Orri: En mamma, þessir veðurmenn þeira vita ekki neitt. Þeir eru bara, þeir eru bara .... giskumenn!

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

eg er alveg sammala ther Egill minn. Eg hlakka til ad fa ad knusa thig i naestu viku. ertu nokkud ordin of stor fyrir svoleidis?

9:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home